Mynd: Svanhildur Egilsdóttir

Ráðgjöf Hafrannsóknastofunar fyrir komandi fiskveiðiár

Hafrannsóknastofnun kynnir úttekt á ástandi helstu nytjastofna og ráðgjöf fyrir komandi fiskveiðiár föstudaginn 7. júní 2024 kl. 9.00. Kynningin fer fram í höfuðstöðvum stofnunarinnar að Fornubúðum 5, Hafnarfirði en verður einnig streymt. Fundurinn er öllum opinn fyrir alla áhugasama.
Mynd: Svanhildur Egilsdóttir

Til hamingju með daginn sjómenn!

Hafrannsóknastofnun óskar öllum sjómönnum og fjölskyldum þeirra innilega til hamingju með daginn! Við minnum á fjöruga dagskrá í tilefni dagsins í Hafnarfirði, m.a. hina sívinsælu fiskasýningu framan við höfuðstöðvar Hafró við Fornubúðir en rannsóknafólk stofnunarinnar safnar og varðveitir alls kyns furðu- og nytjafiska yfir árið til þess að geta sýnt þá á sjómannadaginn. Ennfremur geta börn og fjölskyldur spreytt sig á fiskamyndlist í Listasmiðju fjölskyldunnar á jarðhæð í húsnæði Hafró.
Kynningarfundur vegna nýrrar skýrslu um ástand hafsins 2024

Kynningarfundur vegna nýrrar skýrslu um ástand hafsins 2024

Utanríkisráðuneytið, Hafrannsóknastofnun og Alþjóðahaffræðinefnd UNESCO (IOC) efna til opins fundar í tilefni af útgáfu skýrslu IOC um ástand hafsins – State of the Ocean Report 2024. Fundurinn verður haldinn mánudaginn 3. júní kl. 10:00-11:15 í húsakynnum Hafrannsóknastofnunar að Fornubúðum 5 í Hafnarfirði og fer fram á ensku.
Verkefnastjóra vantar á Umhverfissvið Hafrannsóknastofnunar

Verkefnastjóra vantar á Umhverfissvið Hafrannsóknastofnunar

Hafrannsóknastofnun leitar að öflugum verkefnastjóra með góða þekkingu á aðferðafræðum verkefnastjórnunar. Starfið mun fela í sér að skipuleggja og leiða vinnu við stefnumótun og verkefni tengd henni. Starfið mun einnig fela í sér að byggja upp og miðla þekkingu á verkefnastjórnun innan stofnunarinnar og vinna með teymum að skipulagningu verkefna og halda utan um framgang þeirra.
Plast frá veiðarfærum í ferskvatni

Plast frá veiðarfærum í ferskvatni

Nýlega kom út ný yfirlitsgrein í “Reviews in Fishery Biology and Fisheries” sem heitir ”Yfirgefin, tínd eða brottköstuð veiðarfæri frá fiskveiðum í ferskvatni”. Eins og titilinn ber með sér þá er hér fjallað um veiðarfæri sem verða eftir í ferskvatnskerfum heimsins oftast í tengslum við atvinnuveiðar en einnig frístundaveiðar.
ESB verkefninu BioProtect hleypt af stokkunum

ESB verkefninu BioProtect hleypt af stokkunum

BioProtect er nýtt verkefni á vegum Evrópusambandsins og hefur formlega verið hleypt af stokkunum. Verkefnið kemur til móts við þær brýnu áskoranir sem mannlegar athafnir ásamt loftslagsbreytingum hafa haft á sjávarvistkerfin okkar.
Málþing Selaseturs Íslands í samstarfi við Hafrannsóknastofnun 17. maí

Málþing Selaseturs Íslands í samstarfi við Hafrannsóknastofnun 17. maí

Þann 17. maí heldur Selasetur Íslands sitt þriðja málþing í húsnæði sínu að Strandgötu 1, Hvamstanga í samstarfi við Hafrannsóknastofnun. Margir áhugaverðir fyrirlestrar tengdum selum og lífríki þeirra verða í boði. Sumir fyrirlestrana eru um verkefni sem Selasetrið hefur unnið í samstarfi við Hafrannsóknastofnun ásamt kynningu á nemendaverkefnum sem Sandra Granquist, dýraatferlis- og vistfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun hefur haft umsjón með.
Nemendur Sjávarútvegsskóla Gró fóru í hvalaskoðun fyrr á árinu í Eyjafirði.

Útskrift nemenda Sjávarútvegsskóla GRÓ

Útskrift 25. árgangs nemenda Sjávarútvegsskóla GRÓ fer fram miðvikudaginn 15. maí. Athöfnin fer fram í hátíðarsal Hafrannsóknastofnunar, Fornubúðum 5 Hafnarfirði og hefst kl. 15:10. Að athöfninni lokinni munu útskriftarnemendur kynna verkefni sín á sérstakri veggspjaldasýningu.
Kampakátur hópur rannsóknafólks og áhafnameðlima sem brosti framan í myndavélina áður en rannsóknask…

Haldið af stað í vorleiðangur Hafrannsóknastofnunar

Það var kampakátur hópur rannsóknafólks og áhafnameðlima sem brosti framan í myndavélina áður en rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson lagði af stað í árlegan vorleiðangur Hafrannsóknastofnunar þann 13. maí. Leiðangurinn er liður í langtímavöktun hafs en vistkerfisrannsóknir eru framkvæmdar á dýrasvifi (átu), plöntusvifi (gróðri), næringarefnum, hita og seltu (ástand sjávar) á hafsvæðinu við Ísland.
Í greininni er sýnt fram mikla og langvarandi bjögun rannsókna á tegundum og vistkerfum þegar sjónum…

Langtímaleitni og bjögun í tengslum við rannsóknir á vernd líffræðilegrar fjölbreytni

Nýlega var birt greinin Langtímaleitni og bjögun í tengslum við rannsóknir á vernd líffræðilegrar fjölbreytni í vísindaritinu Cell Reports Sustainability. Í greininni birtist tölfræðileg samantekt greina um verndarlíffræði, sem gefnar hafa verið út í fjórum alþjóðlegum verndarlíffræðiritum á tímabilinu 1968 til 2020. Í greininni er sýnt fram mikla og langvarandi bjögun rannsókna á tegundum og vistkerfum þegar sjónum er beint að - athygli rannsóknarsamfélagsinns í samanburði við tegundir og heimkynni þeirra sem eru skráðar í hættu á rauðum lista Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna yfir tegundir í útrýmingarhættu.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?