Efnagreiningar

Efnagreining á Nýsköpunarmiðstöð Íslands fluttust til Hafrannsóknastofnunar um áramótin 2020/2021. Þar er fyrir hendi þekking og löng reynsla á sviði efnagreininga á fjölmörgum sviðum.

Tækjabúnaður til efnagreininga er af ýmsu tagi, s.s. rafgasgreinir (ICP OES), rafgasmassagreinir (ICP MS), gasskiljumassagreinir (GC MS), spýtigreinir (FIA), vökvagreinir (HPLC), CN greinir, TOC greinir auk tækja til hefðbundinna ljósgreininga og spennumælinga svo nokkuð sé nefnt.

Efnagreiningar eru gerðar í ýmsum efniviði, vatni, lofti, gróðri, lífsýnum, jarðvegi og föstum efnum, einnig í tengslum við fjölmörg sérhæfð mælisvið, s.s. umhverfisvöktun, mengunarmælingar, vöktun á lífríki í hafi og vötnum auk tilfallandi mælinga af hvers kyns tagi.

Fyrirspurnum má beina á Kristmann Gíslason, efnafræðing í síma 5752138, eða á netfangið: kristmann.gislason@hafogvatn.is

Efnagreiningar

  • Mælingar í lofti og útblæstri
  • Mælingar í gróðri og lífríki
  • Mælingar í föstum efnum, jarðvegi og úrgangi
  • Mælingar í vatni og sjó
  • Mælingar með ICP OES og ICP MS
  • Mælingar með GC MS
  • Mælingar með FIA
  • Mælingar á CN og TOC
  • Mælingar með HPLC

Loftmælingar
Útblástur, frárennsli og úrgangur

mynd af rannsóknatæki

Uppfært 24. janúar 2022.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?