Neskaupstaður

Starfstöð Hafrannsóknastofnunar í Neskaupstað er í ysta hluta bæjarins í nýuppgerðu húsi við Bakkaveg 5 sem kallast Múlinn samvinnuhús. Múlinn er skrifstofuklasi sem hýsir ýmis fyrirtæki og stofnanir. Starfsmenn Hafrannsóknastofnunar þar eru tveir og koma að hinum ýmsu rannsóknaverkefnum stofnunarinnar sem þarf að sinna á þessu landshorni.

Meðal verkefna er gagnasöfnun úr lönduðum afla á Austfjörðum, bæði af uppsjávar- og botnfiski og eru gögnin m.a. nýtt í stofnmati og veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Unnið er við aldurslestur á ýsu- og loðnukvörnum og greiningu á fæðu þorsks. Auk þess koma starfsmenn að myndgreiningum t.d. greiningum á botndýrum sjávar af myndum sem teknar eru á landgrunnsbrúninni. Með þeim er verið að kortleggja búsvæði og samfélög botndýra og auka þekkingu á vistkerfum hafsbotnsins. Þá er ýmsum öðrum verkefnum sinnt sem koma upp á Austfjörðum svo sem mælingum og sýnatöku við hvalreka, aðstoðað við rannsóknir í ám auk þess sem starfmenn taka þátt í margvíslegum rannsóknarleiðöngrum stofnunarinnar.

Hafrannsóknastofnun í Neskaupstað

Múlinn samvinnuhús
Bakkavegur 5
740 Neskaupsstað
Sími: 5752074

Starfsfólk
Nafn Starfsheiti Netfang
Eik Elfarsdóttir Líffræðingur 575 2239
Eik Elfarsdóttir
Líffræðingur
Hrefna Zoëga Rannsóknamaður 5752074
Hrefna Zoëga
Rannsóknamaður

Starfssvið: Sýnataka - gagnavinnsla

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?