Hnit - 65°57´48´´N 21°28´49´´W
Flatarmál - 28,2 km2
Meðaldýpi - 50-70 m
Mesta dýpi - 106 m
Reykjarfjörður er einn mesti fjörður á norðanverðum Ströndum. Hann er milli Trékyllisvíkur og Veiðleysufjarðar um 13 km á lengd og um 37 km á breidd og nokkuð jafnbreiður. Hann er djúpur fjörður með meira en 100 m dýpi um miðfjörðinn og meira en 70 m dýpi alveg inn í botn en sennilega heldur grynnri í mynninu. Mesta dýpi er 106 m. Undirlendi er nær ekkert nema við fjarðarbotninn enda er hann umlukinn snarbröttum fjöllum.