Hnit - 66°17,8'N 22°31,3'W
Flatarmál - 11,7 km2
Meðaldýpi - ? m
Mesta dýpi - 61 m
Lónafjörður er innstur þeirra fjarða í Jökulfjörðum sem ganga til norðurs. Rétt innan við mynni hans eru tvær eyrar sitthvorum megin fjarðar, Borðeyri vestan megin og Sauðungseyri austan megin. Breidd hans í fjarðarmynni er um 2,2 km en innan þess er hann frá 1,5 til 2 km á breidd og er nokkuð jafnbreiður frá mynni inn í fjarðarbotn. Hann er um 7,5 km á lengd frá fjarðarmynni í botn en flatarmál er um 11, 7 km2. Dýpistölur eru ekki fyrirliggjandi í sjókortum en dýpi í fjarðarmynni er 50-60 metrar.