Gagnastefna

Gagnastefna Hafrannsóknastofnunar

Inngangur

Gagnastefna Hafrannsóknastofnunar styður við framtíðarsýn stofnunarinnar og lýsir reglum um aðgengi og notkun gagna stofnunarinnar. Í gagnastefnunni er greint á milli vöktunargagna og rannsóknargagna:

  • Vöktunargögn vísa til líffræði- og umhverfisgagna sem safnað er með reglubundnum hætti af stofnuninni.
  • Rannsóknargögn vísa til gagna sem ekki teljast til vöktunargagna og kunna að hafa verið safnað með eða án utanaðkomandi fjármagns (t.d. rannsóknarstyrkir, samningar o.s.frv.).

Í þessari stefnu merkir „gögn“ vísindaleg gögn á stafrænu formi, þ.e. lýsigögn, hrágögn eða unnin gögn.

Aðgangur og miðlun vöktunargagna

  • Hafrannsóknastofnun vinnur að því að bæta beinan aðgang að gögnum sínum með þróun notendavæns viðmóts til að nálgast og skoða gögn eða með því að nýta alþjóðlega opna gagnagrunna (ICES, SeaDataNet, PANGAEA, GEOSS o.fl.).
  • Vöktunargögn eru opin almenningi, en oft þarf stofnunin að vinna úr þessum gögnum áður en þau eru gerð aðgengileg utanaðkomandi aðilum. Gögn verða gerð aðgengileg eins fljótt og auðið er.
  • Áður en gögn verða gerð aðgengileg, geta utanaðkomandi aðilar lagt fram beiðni á netfangið data@hafogvatn.is um að fá gögnin send. Ef beiðnin krefst verulegrar vinnu eða úrvinnslu frá starfsmönnum stofnunarinnar, má innheimta gjald í samræmi við umfang vinnunnar.

Aðgangur og miðlun rannsóknargagna

  • Utanaðkomandi aðilar geta fengið aðgang að rannsóknargögnum stofnunarinnar ef gert er ráð fyrir samstarfi um notkun þeirra eða ef samið er um notkun þeirra á annan hátt.
  • Rannsóknargögn skulu vera aðgengileg eftir að þau hafa verið notuð í tilætluðum rannsóknum vísindamanna Hafrannsóknastofnunar.
  • Fyrri samningar um notkun rannsóknargagna geta takmarkað dreifingu þeirra.
  • Miðlun rannsóknargagna til þriðja aðila og tímalengd samstarfsins skulu ræddar og samið um.

Notkun gagna í vísindagreinar

  • Hafrannsóknastofnun fylgir staðal Vancouver-sáttmála um höfundarrétt í vísindagreinum (sjá tengd skjöl) sem tilgreinir eftirfarandi atriði sem forsendu fyrir því að aðili sé meðhöfundur:
  1. Aðili hafi skilað verulegu framlagi til hugmynda eða þróun rannsóknarinnar; eða öflun, greiningu eða túlkun gagna; OG
  2. Aðili hafi komið að greinaskrifum eða ritrýni sem hafi bætt fræðilegt innihald greinarinnar; OG
  3. Aðili hafi gefið samþykki fyrir birtingu greinarinnar; OG
  4. Aðili samþykki ábyrgð á öllum þáttum vinnunar til að tryggja nákvæmni og heiðarleika.
  • Allir sem taka þátt í miðlun „gagna“ skulu fá tækifæri til að taka þátt í framangreindum atriðum.
  • Öll gögn sem Hafrannsóknastofnun deilir og eru notaðar af utanaðkomandi aðilum skulu vera geta þess í þakkarorðum með sérstökum verkefnis tilvísunarnúmerum ef starfsmenn stofnunarinnar kjósa að taka ekki frekari þátt í nýtingu gagnanna.

Eignarhald

  • Gögn sem safnað er af Hafrannsóknastofnun eru eign stofnunarinnar.
  • Þegar gögnum er safnað af Hafrannsóknastofnun fyrir utanaðkomandi verkkaupendur/samstarfsaðila, er gerður skriflegur samningur um eignarhald og notkun gagna fyrir hvert tilvik.
  • Öll gögn sem Hafrannsóknastofnun safnar eru geymd í gagnagrunnum stofnunarinnar.

 

Notkunarskilmálar

  • Notkunarskilmálar fyrir rannsóknargögn skulu samþykktir innan samstarfssamninga.
  • Vöktunargögn eru opin öllum og utanaðkomandi aðilum er frjálst að vinna með og aðlaga gögnin eins og þeir vilja, en skulu geta þess að gögnin séu upprunnin frá Hafrannsóknastofnun. Auk þess skal tilgreina ef breytingar voru gerðar á upprunalegum gögnum.
  • Aðilar bera sjálfir ábyrgð á réttri og viðeigandi notkun og túlkun vöktunargagna.
  • Ályktanir sem utanaðkomandi aðilar draga frá vöktunargögnum eru ekki á ábyrgð Hafrannsóknastofnunar.
  • Hafrannsóknastofnun óskar eftir því að vera upplýst um villur sem mögulega finnast í vöktunargögnum.
  • Utanaðkomandi aðilar mega ekki beita neinum lagalegum skilmálum eða takmörkunum á vöktunargögn frá Hafrannsóknastofnun, jafnvel þótt gögnum hafi verið breytt eða unnin frekar.
  • Utanaðkomandi aðilar mega ekki selja eða endurselja vöktunargögn frá Hafrannsóknastofnun.
  • Hafrannsóknastofnun mun ekki gera trúnaðargögn eða gögn með lagalegum takmörkunum aðgengileg.

Hugverkaréttur

Miðlun gagna milli mismunandi aðila felur ekki í sér flutning hugverkaréttar.

Samþykki og endurskoðun stefnu

Forstjóri Hafrannsóknastofnunar, ásamt framkvæmdastjórn, fer yfir og samþykkir gagnastefnuna áður en hún er gerð opinber. Gagnastefnan verður endurskoðuð á þriggja ára fresti eða oftar ef nauðsyn krefur.

 

Tengd skjöl

  • Lög um Hafrannsóknastofnun (nr. 112/2015)
  • Upplýsingalög (nr. 31, 140/2012)
  • Lög um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar (nr. 44/2011)

 

Samþykkt 31. mars 2025

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?