Fljótavík

kort

Hnit: 66°26,8'N 22°57,9'W
Flatarmál: 16,9 km2
Meðaldýpi: <20 m
Mesta dýpi: 35 m

Það sem hér er kallað Fljótavík eru eiginlega tvær víkur. Vestan megin er lítil vík sem heitir Rekavík en austan megin er hin eiginlega Fljótavík og er hún miklum stærri en sú fyrrnefnda. Svæðið er nefnt hér einu nafni Fljótavík. Víkin nær frá Straumnesfjalli að vestan að Kögurnesi að austan. Breidd í víkurmynni er um 7,2 km en fjarlægð frá víkurmynni inn að strönd um 3,4 km og flatarmál tæpir 17 km2. Dýpi utanvert á víkinni er 25-35 metrar en grynnkar þar fyrir innan að landi. Í víkina er afrennsli úr tveimur vötnum, að vestan úr Rekavíkurvatni sem er allstórt en að austan úr Fljótavatni sem er mun stærra. Nokkurt undirlendi er í kringum það einkum vestan við það.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?