Trékyllisvík

kort

Hnit - 66°01´32´´N 21°30´13´´W
Flatarmál - 12 km2
Meðaldýpi - 40 m
Mesta dýpi - 47 m

Trékyllisvík er allstór vík vestan við Ingólfsfjörð milli Krossness og Reykjaneshyrnu og er þar 4.3 km á breidd. Lengd frá víkurmynni er um 3,2 km. Austan við mynni hennar er skerjaklasinn Illagrunn. Dýpi í Trékyllisvík er um 40 m en mesta dýpi 47 m. Innarlega í víkinni er örgrunnt. Þar er ein eyja sem heitir Árnesey. Lítið undirlendi er í Trékyllisvík og snarbrött fjöll umlykja hana. Við Trékyllisvík byrjar Húnaflói sem skerst langt inn í landið.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?