Hrafnsfjörður

kort af Hrafnsfirði

Hnit - 66°15,6'N 22°27,4'W
Flatarmál - 14,0 km2
Meðaldýpi - Mjög grunnt
Mesta dýpi - ? m

Hrafnsfjörður er innstur Jökulfjarða. Hann er þeirra næststærstur og liggur til austurs. Rétt innan við mynni hans skerst inn í hann til suðurs allmikil vík, Kjós. Í fjarðarmynni er fjörðurinn breiðastur um 2,3 km en mjókkar þegar innar dregur. Innarlega í firðinum er Skipeyri. Lengd fjarðarins er 9,2 km en flatarmál 14,0 km2. Í mynni fjarðarins og framan við hann er örgrunnt (<10m). Í mynni fjarðarins og framan við hann er örgrunnt (<10m). Dýpistölur inni í firðinum liggja ekki fyrir í sjókortum.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?