Í grein sem birtist nýlega í Journal of Fish Biology kemur í ljós að tvö hrognkelsi (Cyclopterus lumpus), sem merkt voru austur af Íslandi, syntu 1510 km og 1612 km til Danmerkur til að hrygna. Ekki var vitað áður að hrognkelsi syntu svo langar vegalengdir.
Málstofa 19. nóvember: Úthafshringstreymi stjórnar loftslagi og vistkerfum sunnan við norðurskautið
Hjálmar Hátún haffræðingur hjá færeysku hafrannsóknastofnuninni mun flytja erindið: Úthafshringstreymi stjórnar loftslagi og vistkerfum sunnan við norðurskautið
Það koma oft góðir gestir í höfuðstöðvar Hafrannsóknastofnunar að Fornubúðum 5, en þeir voru óvenju skemmtilegir, hressir og fróðleiksfúsir krakkarnir frá Vopnafjarðarskóla og Háleitisskóla í Reykjanesbæ sem heimsóttu bæði höfuðborgina og Hafnarfjörðinn í tilefni af „First Lego League Challenge 2024“ keppninni sem fram fer á morgun laugardaginn 16. nóvember í Háskólabíói.
Hafrannsóknastofnun óskar eftir að ráða doktorsnema til starfa við rannsóknir í sjávarlíffræði í verkefni sem snýr að þáttum sem hafa áhrif á meðafla sjávarspendýra og fugla í fiskveiðum við landið. Staðan er til 4 ára.