Hnit - 66°13,8'N 22°34,2'W
Flatarmál - 5,5 km2
Meðaldýpi - Mjög grunnt (<10 m)
Mesta dýpi - ? m
Leirufjörður er syðstur Jökulfjarða, liggur til suðurs og líkist mjög Kaldalóni að gerð. Skriðjökull frá Drangajökli teygir sig niður í Leirufjörð og jökulár frá honum hafa borið mikinn leir í fjörðinn. Hann er breiðastur í fjarðarmynni um 2 km og er 4,1 km að lengd. Flatarmál hans er um 5,5 km2. Í mynni fjarðarins og framan við hann er örgrunnt (<10m) og sennilegast líka inni í firðinum vegna jökulframburðar. Dýpistölur inni í firðinum liggja ekki fyrir í sjókortum.