Kaldalón

kort

Hnit - 64°04'8''N 22°25,5 W
Flatarmál - 5,3 km2
Meðaldýpi - <10 m
Mesta dýpi - Ekki þekkt

Kaldalón er lítill mjög grunnur fjörður (dýpi <10 m) innarlega norðan megin í Ísafjarðardjúpi. Rétt innan við mynni hans eru tvær eyrar sitthvorum megin, Lóneyri vestan megin og Seleyri austan megin.

Fjörður er nokkuð jafn breiður frá mynni inn undir botn. Hann er um 4,5 km á lengd og 5,3 ferkílómetrar að flatarmáli. Skriðjökull frá Drangajökli gengur niður í dalinn upp af Kaldalóni og þaðan rennur áin Mórilla sem smátt og smátt hefur fyllt fjörðinn með leir. Utan við fjörðinn er mun dýpra og kallast þar Lónsdjúp.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?