Hjá Hafrannsóknastofnun starfar fjölbreyttur hópur starfsmanna á 10 starfsstöðvum um allt land. Í lok árs 2019 voru 197 starfsmenn í starfi, þar af þriðjungur konur.
Mannauðurinn er mikilvægasta auðlind stofnunarinnar og öflugur starfsmannahópur hefur gert Hafrannsóknastofnun að þeirri virtu rannsókna- og ráðgjafarstofnun sem hún er.
Gildi Hafrannsóknastofnunar, þekking - samvinna - þor endurspeglast í þeim áherslum sem stofnunin leggur til grundvallar í mannauðsmálum. Stofnunin leggur mikla áherslu á sveigjanleika í starfi og að gera starfsfólki kleift að samhæfa störf og fjölskyldulíf. Hluti starfsmanna er í framhaldsnámi á sínu fræðasviði samhliða störfum hjá Hafrannsóknastofnun og í árlegum starfsmannasamtölum eru starfsmenn hvattir til að huga að framhalds- og símenntun.
Starfsmannafélag Hafrannsóknastofnunar, Stafró, stuðlar að fjölbreyttu og öflugu félagslífi og skipuleggur fjölda viðburða fyrir starfsmenn og fjölskyldur þeirra.
Upplýsingar um starfsfólk má finna ef smellt er á bláan takka efst til hægri á vefnum hafogvatn.is https://www.hafogvatn.is/is/starfsfolk