Rannsóknir á makríl í NA-Atlantshafi

Rannsóknir á makríll í NA-Atlantshafi og söfnun og úrvinnsla makrílsýna úr afla veiðiskipa.

Makríll er einn af fimm uppsjávarfiskistofnum sem veiddir eru af íslenskum fiskiskipum. Markmið verkefnisins er að safna gögnum fyrir árlegt stofnmat sem er gert á vinnufundi um víðförla stofna (WGWIDE) á vegum Alþjóðahafrannsóknaráðsins. Gögnum er safnað bæði úr afla fiskiskipa og með þátttöku í rannsóknaleiðangri.

Makrílsýnum er safnað úr afla íslenskar skipa og er miða við eitt sýni fyrir hver 2000 tonn veidd. Áhafnir skipanna sjá um að frysta sýni með rúmlega 100 fiskum og senda til Hafrannsóknastofnunnar. Makríllinn er mældur (lengd og þyngd), kyngreindur, kynþroskagreindur og aldursgreindur hjá stofnuninni.

makrílrannsóknr

Upplýsingar um útbreiðslu makrílstofnsins að sumarlagi koma frá alþjóðlegum rannsóknaleiðangri sem ber heitið „International Ecosystem Summer Survey in Nordic Seas“, sem er almennt kallaður IESSNS leiðangurinn. Hafrannsóknastofnun hefur tekið þátt í leiðangrinum árlega síðan 2009. Meginmarkmiðið er að safna aldursgreindri vísitölu fyrir stærð makrílstofnsins sem notuð til samstillingar á stofnmatslíkani makríls sem er metið árlega á vegum vinnuhóps (WGWIDE) innan Alþjóðahafrannsóknaráðsins. Í leiðangrinum er að auki safnað mælingum á ýmsum þáttum uppsjávarvistkerfisins (frá yfirborði niður á 500 m dýpi) svo sem hitastigi, seltu, frumframleiðni, ljósstyrk, magni og tegundasamsetningu dýrasvifs, fiskilirfum, magni og útbreiðslu kolmunna, síldar og makríls, og rannsóknum á útbreiðslu hvala.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?