Hnit - 66°05´N 23°06´W
Flatamál - 224,7 km2
Meðaldýpi - 10-20 m
Mesta dýpi - 23 m
Í mynni Ísafjarðardjúps sunnan til gengur há og þverhnípt hamrahlíð í sjó fram sem nefnist Stigahlíð og næst fyrir innan hana er Bolungarvík. Hún er mjög opin fyrir sjó. Þar er talsvert undirlendi á vestfirskan mælikvarða. Mynni Bolungarvíkur er um 2,6 km á breidd en lengd frá mynni inn að strönd um 1,1 km. Flatarmál víkurinnar er um 1,9 km2. Dýpi er rúmir 20 m utast í henni (23m) en grynnkar fljótt niður fyrir 10 m er innar dregur.
Botndýralíf var kannað af Náttúrustofu Vestfjarða þann 22. október og 13. nóvember 2003 út af Ósahólum við Bolungarvík (Tafla). Sýni voru tekin með Van Veen botngreip.
Unnið hefur verið úr sýnum frá stövum A, B og C af sniði 2.
Helstu botndýrahópar sem fundust voru burstaormar, ánar, götungar, krabbadýr og samlokur. Helstu tegundir voru burstaormurinn Potamilla reniformis. Nokkuð var um eintök af burstaorma ættunum Terribelida og Cirratuilidae og auðnuskel (Crenella decussata) og trönuskel (Leda pernula).
Dýpi og staðsetning á sýnatökustöðvum út af Óshólum.
Heimildir
Þorleifur Eiríksson og Böðvar Þórisson. (2004). Straumar og botndýr út af Óshólum í Bolungarvík. Lokaskýrsla. Náttúrustofa Vestfjarða, NV nr. 07-04.
Skarkolinn er mikilvægur nytjafiskur og mjög algengur á grunnslóð allt í kringum landið. Í júlí 2006 var farinn leiðangur hringinn í kringum landið og sýni tekin á 32 stöðvum með litlu trolli sem dregið var í sandfjörum með handafli af tveimur mönnum (mynd). Trollið er bjálkatroll sem er nokkurskonar botntroll. Það er spennt á álramma sem situr á meiðum, 1 m á breidd og 20 cm á hæð, og er það dregið með handafli í fjöruborðinu á u.þ.b. 1 m dýpi eða af slöngubát á dýpra vatni. Leitast var við að dreifa sýnasöfnun þannig að á sem stystum tíma fengist heildstæð mynd af fjölda og lengdardreifingu skarkolaseiða allt í kringum landið.
Tilgangur rannsóknanna sem hér er greint frá var að auka skilning á uppruna skarkolaseiða við Ísland. Til þess var útbreiðsla, aldur og vöxtur seiða við landið kannaður og í framhaldinu er ætlunin að tengja þessa þætti við upplýsingar um strauma og rekhraða og þannig áætla frá hvaða svæðum seiðin eru (sjá Björn Gunnarsson og fl. 2010).
Þann 21. júlí 2006 voru tekin tvö 100 m tog í sandfjörunni fyrir miðri víkinni (66.1503 N - 23.2329 V) og reyndist þéttleiki skarkolaseiða þar vera um 362 einst. á hverja 100 m2 og var meðallengdin um 22.7 mm.
Heimildir
Björn Gunnarsson, Jónas P. Jónasson og Bruce J. McAdam. (2010). Variation in hatch date distributions, settlement and growth of juvenile plaice (Pleuronectes platessa L) in Icelandic waters. Journal of Sea Research 64, 61-67.