Jafnlaunastefna

Jafnlaunastefna Hafrannsóknastofnunar

Hafrannsóknastofnun gætir fyllsta jafnréttis við ákvörðun launa og annarra starfskjara. Allt starfsfólk skal fá greidd jöfn laun og njóta sömu starfskjara fyrir jafnverðmæt störf. Skilgreining Hafrannsóknastofnunar á launajafnrétti styðst við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020.

Til að framfylgja jafnlaunastefnunni skuldbindur Hafrannsóknastofnun sig til að skjalfesta, innleiða, viðhalda og bæta stöðugt stjórnun jafnlaunakerfisins í samræmi við kröfur staðalsins ÍST85. Hafrannsóknastofnun hefur innleitt verklag og skilgreint viðmið við ákvörðun launa þar sem hver og einn fær greitt fyrir starf sitt út frá verðmæti þess óháð kyni eða öðrum ómálefnalegum sjónarmiðum. 

Til þess að framfylgja jafnlaunastefnunni skuldbindur Hafrannsókarstofnun sig til að:

  • Starfrækja jafnlaunakerfi sem byggist á jafnlaunastaðlinum ÍST85, það skjalfest og því viðhaldið
  • Fylgja öllum viðeigandi lögum, reglum og kjarasamningum sem gilda á hverjum tíma og staðfesta hlítingu við lög
  • Framkvæma innri úttektir og rýni stjórnenda árlega
  • Framkvæma launagreiningu að minnsta kosti árlega þar sem jafnverðmæt störf eru borin saman til að tryggja að kynbundinn launamunur sé ekki til staðar. Helstu niðurstöður skulu kynntar fyrir starfsfólki
  • Bregðast við óútskýrðum launamun með stöðugu eftirliti og umbótum þar sem þess er þörf
  • Kynna jafnlaunastefnu fyrir starfsfólki og hafa hana aðgengilega almenningi

Samþykkt á fundi framkvæmdastjórnar 23. janúar 2024.

 

 

 
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?