Hafrannsóknastofnun leitar að tveimur öflugum sérfræðingum til að sinna þróun og viðhaldi á haffræðilíkönum stofnunarinnar og til að taka þátt í þverfaglegu starfi sem miðar að því að auka þekkingu á umhverfi og vistkerfum sjávar. Starfið felur einkum í sér þróun og viðhald haffræðilíkansins ROMS (Regional Oceanographic Modeling System) sem krefst þekkingar á forritunarmálinu Python en einnig er kostur að þekkja til Fortran. Lögð er áhersla á að hægt sé að nýta líkanið í vinnu á sviði haffræði og vistfræði en einnig er líkanið mikilvægt við mat á umhverfisáhrifum sjókvíaeldis og annara framkvæmda.
Leitað er að lausnamiðuðum einstaklingum sem hafa góða færni í að vinna sjálfstætt og í teymi.
Starfið er einnig auglýst á ensku á ResearchGate, sjá hér.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Þróun og viðhald haffræðilíkans fyrir íslenska hafsvæðið.
- Þátttaka í ýmsum rannsóknum á sviði haffræði og vistfræði og nýting líkana til að meta umhverfisáhrif sjókvíaeldis og annara framkvæmda.
- Birting niðurstaðna í vísindagreinum, skýrslum
Hæfniskröfur:
- Háskólamenntun á sviði haffræði, verkfræðilegrar haffræði, eðlisfræði, stærðfræði, forritunar eða skyldum greinum.
- Reynsla af líkanagerð.
- Þekking á forritunarmálinu Python.
- Þekking á forritunarmálinu Fortran er kostur.
- Góðir skipulags og samskiptahæfileikar.
- Metnaður, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Jákvætt viðmót, samstarfsvilji og hæfni til að vinna í teymi.
- Góð færni til að tjá sig í ræðu og riti á ensku.
Frekari upplýsingar um starfið:
- Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra náttúrufræðinga hafa gert.
- Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Umsókn skal fylgja:
- Ítarleg ferilskrá.
- Afrit af prófskírteinum.
- Kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið.
- Tilnefning a.m.k. tveggja meðmælenda.
Sótt er um starfið á Starfatorgi og er öllum umsóknum svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Ófullnægjandi umsóknir eru ekki teknar til greina. Hafrannsóknarstofnun áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Umsókn getur gilt í sex mánuði eftir að umsóknarfresti lýkur. Gerð er krafa um að umsækjendur hafi hreint sakavottorð.
Við ráðningu í störf hjá Hafrannsóknastofnun er tekið mið af jafnréttisáætlun stofnunarinnar og er fólk af öllum kynjum hvatt til að sækja um.
Starfshlutfall er 100%. Umsóknarfrestur er til og með 18.10.2024
Nánari upplýsingar veitir:
Hrönn Egilsdóttir, hronn.egilsdottir@hafogvatn.is, Sími: 695 6705
Hér er sótt um starfið.