Gleðileg jól og hafsælt komandi ár!

Gleðileg jól og hafsælt komandi ár!

Starfsfólk Hafrannsóknastofnunar óskar landsmönnum öllum nær og fjær gleðilegra jóla og hafsæls komandi árs með hlýjum þökkum fyrir hið liðna.
LIFE ICEWATER verkefnið hlýtur 3,5 milljarða styrk frá Evrópusambandinu

LIFE ICEWATER verkefnið hlýtur 3,5 milljarða styrk frá Evrópusambandinu

Hafrannsóknastofnun er í hópi 22 aðila sem hafa undir forystu Umhverfisstofnunar hlotið 3,5 milljarða króna styrk frá Evrópusambandinu fyrir verkefnið LIFE ICEWATER.
Laure de Montety sjávarlíffræðingur við splunkunýja Olympus SZX16 víðsjá.

Smá- og víðsjár endurnýjaðar á Hafrannsóknastofnun

Hafrannsóknastofnun endurnýjaði á dögunum tækjakost sinn vegna smá- og víðsjáa. Eftir útboð á Evrópska efnahagssvæðinu var tilboð frá Medor samþykkt fyrir tvær smásjár og fjórar víðsjár frá Olympus. Eldri tæki voru komin verulega til ára sinna og hættar að standast kröfur nútímans.
Á þessum námsvetri komu 23 nemendur frá 14 löndum; 12 konur og 11 karlar

Öflugur liðsauki víðsvegar að úr heiminum

Öflugur liðsauki víðsvegar að úr heiminum hefur borist höfuðstöðvum Hafrannsóknastofnunar. Nemendur UNESCO GRÓ Sjávarútvegsskólans komu nýlega til landsins til að sinna hálfs árs námi í sjávarútvegs- og ferskvatnsfræðum af ýmsu tagi.
Loðnulirfur 39 dögum eftir klak. Þrjár stærstu lirfurnar eru um það bil 21 mm að lengd en sú minnsta…

Árangursríkt tilraunaeldi á loðnu í Grindavík

Vísindamenn hjá Hafrannsóknastofnun hafa í fyrsta sinn ræktað loðnu frá klaki til fullorðinsára á rannsóknarstöð. Með öflugum fiskeldisaðferðum sýndi loðnan ótrúlega stöðugan vöxt og náði þroska strax einu ári eftir klak.
Hafrannsóknastofnun leitað að háseta

Hafrannsóknastofnun leitað að háseta

Hafrannsóknastofnun leitar að jákvæðum og metnaðarfullum einstaklingi í starf háseta á bæði rannsóknaskip stofnunarinnar, til starfa sem fyrst
Vísindin efla alla dáð og krefjast stundum merkinga sem þessarar.

Hrognkelsi öflugri sundfiskur en áður var talið

Í grein sem birtist nýlega í Journal of Fish Biology kemur í ljós að tvö hrognkelsi (Cyclopterus lumpus), sem merkt voru austur af Íslandi, syntu 1510 km og 1612 km til Danmerkur til að hrygna. Ekki var vitað áður að hrognkelsi syntu svo langar vegalengdir.
Málstofa 19. nóvember: Úthafshringstreymi stjórnar loftslagi og vistkerfum sunnan við norðurskautið

Málstofa 19. nóvember: Úthafshringstreymi stjórnar loftslagi og vistkerfum sunnan við norðurskautið

Hjálmar Hátún haffræðingur hjá færeysku hafrannsóknastofnuninni mun flytja erindið: Úthafshringstreymi stjórnar loftslagi og vistkerfum sunnan við norðurskautið
Góðir gestir frá Vopnafirði og Reykjanesbæ

Góðir gestir frá Vopnafirði og Reykjanesbæ

Það koma oft góðir gestir í höfuðstöðvar Hafrannsóknastofnunar að Fornubúðum 5, en þeir voru óvenju skemmtilegir, hressir og fróðleiksfúsir krakkarnir frá Vopnafjarðarskóla og Háleitisskóla í Reykjanesbæ sem heimsóttu bæði höfuðborgina og Hafnarfjörðinn í tilefni af „First Lego League Challenge 2024“ keppninni sem fram fer á morgun laugardaginn 16. nóvember í Háskólabíói.
Doktorsnemi í sjávarlíffræði óskast

Doktorsnemi í sjávarlíffræði óskast

Hafrannsóknastofnun óskar eftir að ráða doktorsnema til starfa við rannsóknir í sjávarlíffræði í verkefni sem snýr að þáttum sem hafa áhrif á meðafla sjávarspendýra og fugla í fiskveiðum við landið. Staðan er til 4 ára.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?