Okkur vantar vélstjóra!

Okkur vantar vélstjóra!

Hafrannsóknastofnun auglýsir starf vélstjóra laust til umsóknar. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf og hentar vel þeim sem hafa metnað, eru lausnamiðuð og njóta þess að takast á við fjölbreytt verkefni í lifandi starfsumhverfi á glæsilegum rannsóknarskipum stofnunarinnar.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Daglegur rekstur, viðhald og viðgerðir véla, tækja og vélbúnaðar um borð.
  • Fyrirbyggjandi viðhald með áherslu á rekstraröryggi og öryggi starfsfólks.
  • Þátttaka í þróun, uppbyggingu og innleiðingu á nýjum lausnum.
  • Önnur tilfallandi verkefni.

Hæfniskröfur

  • Vélstjórnarréttindi VF.2.
  • Reynsla af því að vinna á sjó sem vélstjóri.
  • Góð reynsla og þekking á rekstri og viðhaldi á vélum og búnaði.
  • Skipulagshæfileikar og hæfni til að sinna fjölbreyttum verkefnum.
  • Lipurð í mannlegum samskiptum og góð þjónustulund.
  • Góð almenn tölvukunnátta.
  • Frumkvæði, drifkraftur og metnaður.
  • Sjálfstæð vinnubrögð og jákvætt viðhorf.

Góð færni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku.https://island.is/starfatorg/x-41201

Sjá nánar á Starfatorgi, ennfremur er sótt um starfið þar. Sjá nánar hér. 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?