Hafrannsóknastofnun leitar eftir metnaðarfullum sumarstarfsmanni á svið Mannauðs og miðlunar.
Auk mála sem snúa að mannauðsstjórnun eru gæðamál og skjalastjórnun einnig hluti af verkefnum sviðsins. Viðkomandi kemur því til með að taka þátt í fjölbreyttum verkefnum og fá þannig góða innsýn og reynslu.
Helstu verkefni og ábyrgð
-
Þjónusta og umsýsla mála sem snúa að mannauð
-
Innleiðing rafrænna lausna í skjala- og mannauðskerfi stofnunarinnar
-
Þátttaka í mótun, endurskoðun og innleiðingu verkferla
-
Þátttaka í verkefnum sem miða að bættri skilvirkni í ferlum sviðsins m.a. kerfum
-
Uppbygging og innleiðing verkefna sem snúa að innri miðlun
-
Ýmis sérverkefni og önnur tilfallandi verkefni.
Nánari upplýsingar og sótt um á Starfatorgi, sjá hér.