Ný grein um erfðafræðilega aðgreiningu rækju

Pandalus borealis. Mynd: Svanhildur Egilsdóttir Pandalus borealis. Mynd: Svanhildur Egilsdóttir

Nýlega kom út grein um erfðafræðilega aðgreiningu stofna innfjarðar rækju (algengar á grunnslóð) og úthafs rækju (stóri kampalampi, Pandalus borealis) við norðanvert Ísland. Notast var við raðgreind skerðibútagögn úr erfðamengi rækju sem safnað var úr Arnarfirði, Skjálfanda, og alla leið út að Kolbeinsey. Greinna má finna hér. 

Þær niðurstöður sem koma fram eru að lítill sem engin munur fannst innan innfjarðar rækju, en greinilegur fallandi sást á milli innfjarðar og úthafsrækju. Þá sýnir rannsóknin að talsvert af innfjarðar rækju greindist fyrir utan Skjálfanda. Þrátt fyrir umfangsmikla norðlæga útbreiðslu hefur fram til þessa greinst lítill fjölbreytileiki innan erfðamengis stóra kampalampa. Í þessari rannsókn fannst hins vegar sterkt samband á milli botnsjávarhita og greindrar erfðasamsetningar sýna frá Skjálfanda og út að Kolbeinsey.

Þessi nýskilgreindi erfðafræðilegi fjölbreytileiki gæti mögulega reynst mikilvægur fyrir rækjurnar ef breyting á sjávarhita til lengdar eikur valþrýsting á stofninum.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?