Loðnumælingum fram haldið eftir helgi
Haldið verður aftur af stað til loðnumælinga nk. mánudag 5. febrúar en síðustu loðnumælingaleit lauk þann 23. janúar sl. Fyrirhugað var að rannsóknarskipið Árni Friðriksson RE 200 færi til mælinga ásamt veiðiskipunum Ásgrími Halldórsyni og Polar Ammassak. Við botnskoðun á Árna í slipp í Hafnarfirði nú í vikunni kom hins vegar fram olíuleki með driföxli sem gera þarf við, m.a. til að koma í veg fyrir mengun, og getur hann því ekki tekið þátt í verkefninu.
02. febrúar