Fréttir & tilkynningar

Mynd: Svanhildur Egilsdóttir

Afkoma Hafrannsóknastofnunar á árinu 2021, jákvæð um 84,4 miljónir króna.

Afkoma Hafrannsóknastofnunar er jákvæð um 84,4 miljónir króna á árinu 2021, samkvæmt drögum að ársreikningi.
Endurútgefið burðarþolsmat og áhættumati erfðablöndunar

Endurútgefið burðarþolsmat og áhættumati erfðablöndunar

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið (nú matvælaráðuneytið) í samvinnu við Hafrannsóknastofnun kynnti tillögu að burðarþolsmati og áhættumati erfðablöndunar ásamt umhverfismatsskýrslu í samráðsgátt, 25. október 2021 og á heimasíðu Skipulagsstofnunar, 27. október 2021. Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar var til og með 8. desember 2021.
Mynd 1. Myndir af 10 hnúfubökum sem sáust við Grænhöfðaeyjar snemma árs 2022. Athugið að þessar mynd…

Íslenskir hnúfubakar hefja árið 2022 með miklum ferðalögum

Hnúfubakur er sú hvalategund sem jafnan vekur mestu athygli meðal almennings einkum sökum atferli síns. Þrátt fyrir það er margt sem við vitum ekki um atferli þeirra. Þeir ferðast langar vegalengdir ár hvert, frá heitum sjó í Karabíska hafinu eða vesturströnd Afríku þar sem kálfar þeirra fæðast, norður á fæðuslóðir t.d. við Ísland, Grænland, Noreg, og Kanada.
Árni Friðriksson í marsralli. Mynd: Svanhildur Egilsdóttir

Marsrallið hafið

Stofnmæling botnfiska á Íslandsmiðum hófst í gær og stendur yfir næstu þrjár vikurnar. Fjögur skip taka þátt í verkefninu; togararnir Breki VE og Gullver NS og rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson. Togað verður á tæplega 600 stöðvum á 20-500 m dýpi umhverfis landið.
Lokaráðgjöf um veiðar á loðnu 869 600 tonn

Lokaráðgjöf um veiðar á loðnu 869 600 tonn

Ráðgjöfin byggir á samteknum niðurstöðum á mælingum á stærð veiðistofns í haustleiðangri (1834 þús. tonn) og leiðöngrum sem fóru fram frá 19. janúar til 14. febrúar
Frá vinstri: Guðmundur Þórðarson, Finnur Árnason, Þorsteinn Sigurðsson og María Maack. 
Ljósm. Svan…

Samstarfssamningur undirritaður

Þann 4. febrúar síðastliðinn rituðu f.h. Þörungamiðstöðvar Íslands Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitastjóri Reykhólahrepps og Finnur Árnason framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjunnar hf. annars vegar, og Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, rannsókna- og ráðgjafastofnun hafs og vatns hins vegar undir viljayfirlýsingu um samstarf í rannsóknum og vöktun þörunga í vistkerfi Breiðafjarðar.

Dagur kvenna í vísindum

11. febrúar er alþjóðlegur dagur kvenna í vísindum
Dauðir fiskar í Stóru Sandvík. Ljósm. Svanhildur Egilsdóttir

Fiskdauði af völdum óveðurs

Hafrannsóknastofnun bárust fréttir af því að mikið hefði rekið af fiskum upp í Stóru Sandvík á vestanverðu Reykjanesi
Rækja. Ljósm. Svanhildur Egilsdóttir

Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands verða afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum, 10. febrúar 2022

Í hópi öndvegisverkefna á Hafrannsóknastofnun aðkomu að verkefninu: Stýring ljósvörpu við rækjuveiðar.
Úr loðnuleiðangri í janúar 2022. Ljósm. Kristján H. Kristinsson

Niðurstöður loðnumælinga Hafrannsóknastofnunar í janúar

Í leiðangrinum náðust tvær óháðar mælingar á stofninum.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?