Fréttir & tilkynningar

Jólakveðja frá Hafrannsóknastofnun

Jólakveðja frá Hafrannsóknastofnun

Bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár, með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.
Ljósm. Svanhildur Egilsdóttir.

Helstu niðurstöður stofnmælingar botnfiska að haustlagi

Hafrannsóknastofnun hefur tekið saman helstu niðurstöður stofnmælingar botnfiska að haustlagi en leiðangurinn fór fram dagana 1.-27. október 2022
Þverhyrna (Lophodolos acanthognadus). Mynd: Svanhildur Egilsdóttir.

Ný fiskitegund á íslensku hafsvæði

Í haustralli ársins veiddist tegundin þverhyrna (Lophodolos acanthognadus) í fyrsta sinn í íslenskri efnahagslögsögu. Þverhyrna tilheyrir hyrnuætt af ættbálki kjaftagelgna en flestir fiskar þessa ættbálks eru djúpfiskar, ýmist botnfiskar eða botn- og miðsævisfiskar.
Eva Dögg Jóhannesdóttir.

Málstofa 15. desember kl. 12:30

Eva Dögg Jóhannesdóttir flytur erindið: Lúsasmit og heilsufar villtra laxfiska á Vestfjörðum og Austfjörðum

Svör við fyrirspurn frá Jóni Kaldal (The Icelandic Wildlife Fund) varðandi endurskoðun áhættumats erfðablöndunar

Eru allir villtir íslenskir laxastofnar undir í matinu, eða aðeins þeir sem eiga heimkynni sín í laxveiðiám sem um hafa verið stofnuð veiðifélög lögum samkvæmt?
Mynd. Svanhildur Egilsdóttir.

Rispuhöfrungur (Grampus griseus) krufinn í fyrsta skipti hér á landi

Hópur vísindamanna frá Hafrannsóknastofnun, Náttúrufræðistofnun, Háskóla Íslands, Rannsóknaseturs Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum og Tilraunastöðvar HÍ í meinafræði, krufði tvo rispuhöfrunga (Grampus griseus) nýverið.
Ljósm. Svanhildur Egilsdóttir.

Rannsóknaskip til loðnumælinga

Gert er ráð fyrir að verkefnið taki allt að 10 daga. Veiðiskip munu jafnframt taka þátt í verkefninu.
Myndræn framsetning á tilgátu um hvernig göngumynstur makríls breytist með aldri og stærð. Myndin er…

Göngumynstur makríls breytist eftir því sem fiskurinn stækkar

Í rannsókninni var stuðst við endurheimtur 1-3 árum eftir merkingu eða alls 7522 endurheimtur
Vísitala hafíssútbreiðslu við Suðaustur-Grænland 1820 – 2021, og myndræn lýsing á breytta útbreiðslu…

Víðtækar breytingar í sjávarvistkerfum við Suðaustur-Grænland

Óvæntur fjöldi langreyða og hnúfubaka hafa haldið til undanfarin ár á áður ísílögðum hafsvæðum við Suðaustur-Grænland en þetta bendir til þess að umhverfisskilyrði og vistkerfi hafi farið fram yfir ákveðinn vendipunkt.
Hlýraegg á vitellogenesis stigi a) fersk og b) eftir um 10 ár í formalíni, og á cortical alveolus st…

Grein um áhrif formalíns á stærð og þyngd steinbíts- og hlýraeggja

Greinin nefnist „Effect of formalin fixation on size and weight of Atlantic wolffish (Anarhichas lupus) and spotted wolffish (Anarhichas minor) oocytes”
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?