Grein um áhrif formalíns á stærð og þyngd steinbíts- og hlýraeggja

Hlýraegg á vitellogenesis stigi a) fersk og b) eftir um 10 ár í formalíni, og á cortical alveolus st… Hlýraegg á vitellogenesis stigi a) fersk og b) eftir um 10 ár í formalíni, og á cortical alveolus stigi c) fersk og d) eftir um tvö ár í formalíni.

Út er komin grein sem fjallar um áhrif formalíns á stærð og þyngd steinbíts- og hlýraeggja. Greinin nefnist „Effect of formalin fixation on size and weight of Atlantic wolffish (Anarhichas lupus) and spotted wolffish (Anarhichas minor) oocytes” og birtist í tímaritinu Fisheries Research.

Höfundar eru, Ásgeir Gunnarsson, James Kennedy, Árni Magnússon, Birkir Bárðarson og Bjarki Elvarsson. Gögnum sem liggja til grundvallar var safnað í rannsóknaleiðöngrum og landsýnatöku Hafrannsóknastofnunar á undanförnum árum.

Í rannsóknum á æxlun fiska eru m.a. stærð eggja mæld, oft þegar gögnum er safnað til að meta eggjastærð, eru þau geymd í formalíni og unnin síðar á rannsóknastofu. Áhrif formalíns á eggjastærð geta verið mismunandi milli fisktegunda og þarf því að rannsaka það fyrir hverja tegund fyrir sig, til að geta umbreytt stærð eggjanna eftir að þau voru fixeruð í formlín í þá stærð sem þau voru fyrir.

Í þessari rannsókn voru tvö kynþroskastig skoðuð eða cortical alveolus og vitellogenesis stigin. Niðurstöður voru að upphaflega stærð eggjanna var eina breytan sem hafði áhrif á hversu mikil áhrif formalíns voru á stærð eða þyngd eggjanna. Breytur eins og kynþroskastig, tegund eða tími í formalíni höfðu ekki áhrif.

Egg á vitellogenesis stigi þoldu að vera allt að 10 ár í formalíni án þess að það hefði áhrif á stærð þeirra og þau sem voru á cortical alveoulus stigi a.m.k. í tvö ár.

Í rannsókninni voru búnar til jöfnur til að umreikna stærð/þyngd steinbíts- og hlýraeggja sem hafa verið fixeruð í formalíni í þá stærð sem þau voru fyrir það. Rannsóknin mun því nýtast í rannsóknum á æxlun steinbíts og hlýra og hugsanlega annara lífvera í framtíðinni.

Hlekkur á grein.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?