Sameiginlegar loðnurannsóknir

Rannsóknaskipið Tarajoq. Ljósm. SJó. Rannsóknaskipið Tarajoq. Ljósm. SJó.

Nýja grænlenska rannsóknaskipið Tarajoq er í Hafnarfjarðarhöfn þessa dagana, en það fer til loðnurannsókna á laugardaginn kemur. Þar verða meðal annarra, sérfræðingar frá Hafrannsóknastofnun um borð.

Rannsóknaskipið Árni Friðriksson mun svo koma til liðs við leiðangur 5. september í þessar sameiginlegu loðnurannsóknir Íslendinga og Grænlendinga. Markmiðið er að rannsaka útbreiðslu og magn ungloðnu og fullorðinnar loðnu ásamt því að kanna ástand vistkerfisins.

Niðurstöður loðnumælinganna verða lagðar til grundavallar að upphafsveiðiráðgjöf fyrir vertíðina 2023/24 sem og endurskoðaðri ráðgjöf fyrir næstkomandi vertíð (2022/23).


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?