Fréttir & tilkynningar

Humarholur myndaðar suðaustur af Vestmannaeyjum í leiðangri á Bjarna Sæmundssyni í júní 2023. Arnþór…

Ráðlegging um engar humarveiðar 2024 og ´25

Nokkur óvissa er því um hvort aukning í fjölda humarhola, sé til kominn vegna nýliðunar, en talið er að humarholur séu greinanlegar frá því að dýrin eru um 17 mm á skjaldarlengd, sem samsvarar um þriggja ára humri. Til að minnka álag á humarslóð ráðleggur Hafrannsóknastofnun að veiðar með fiskibotnvörpu verði áfram bannaðar á afmörkuðum svæðum í Breiðamerkurdjúpi, Hornafjarðardjúpi og Lónsdjúpi.
Warsha Singh er með doktorsgráðu í vistfræðilegri líkanagerð og hefur hún mikinn áhuga á rannsóknum …

Warsha Singh á Alþjóðlegum degi kvenna í marghliða samvinnu UNESCO - myndir

Myndir: Warsha Singh, vistfræðingur á uppsjávarsviði Hafrannsóknastofnunar, var valin til að taka þátt í Alþjóðlegum degi kvenna í marghliða samvinnu 2024 en viðburðurinn var á vegum menningar- og menntamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) þann 25. janúar.
Veiðistaðir hlýra (grænu hringirnir), dílamjóra (rauðir hringir) og þar sem þessar tegundir veiddust…

Fæðunám hlýra varpar ljósi á æxlun dílamjóra

Í nýlegri grein sem birtist í tímaritinu Fish Biology er greint frá því að rannsakendur Hafrannsóknastofunar fundu 700 fisklirfur í maga hlýra (Anarhichas minor) og voru þær greindar sem dílamjóri (Lycodes esmarkii). Lirfurnar voru allar álíka mikið meltar þannig að hlýrinn hefur étið þær allar á sama tíma. Samkvæmt þessu þá hrygnir dílamjóri eggjum sínum í hreiður og eftir klak eru lirfurnar í því í einhvern tíma.
Reyndur vélstjóri óskast á rannsóknaskip

Reyndur vélstjóri óskast á rannsóknaskip

Hafrannsóknastofnun leitar að jákvæðum og metnaðarfullum einstaklingi í starf vélstjóra á rannsóknaskip stofnunarinnar til starfa sem fyrst. Um er að ræða tímabundið starf til árs með möguleika á framlengingu.
Ert þú mannauðssérfræðingurinn sem við leitum að?

Ert þú mannauðssérfræðingurinn sem við leitum að?

Hafrannsóknastofnun leitar eftir metnaðarfullum, öflugum og traustum sérfræðingi í mannauðsmálum til starfa sem fyrst.
Líklegt þykir að loðnutorfur hafi fundist suðaustur af landinu í gær en ekki reyndist unnt að taka s…

Möguleg loðnuganga fyrir suðaustan land

Síðastliðna viku hefur mælst afar lítið af loðnu í annarri yfirferð loðnumælinga á árinu. Með það að markmiði að vakta loðnumiðin tóku íslensk uppsjávarveiðiskip að sér að sigla eftir ákveðum leiðarlínum til og frá kolmunnaveiðum. Það bar árangur strax á fyrsta degi þegar Svanur RE rakst á torfur suðaustur af landinu í gær 13. febrúar.
Mjög lítið hefur mælst af loðnu það sem af er þessari febrúar mælingu.

Sáralítið mælist af loðnu

Önnur yfirferð loðnumælinga á árinu er nú langt komin með þátttöku þriggja uppsjávarveiðiskipa. Þótt yfirferðinni sé ekki lokið vill Hafrannsóknastofnun upplýsa strax að mjög lítið hefur mælst af loðnu það sem af er þessari febrúar mælingu. Gert er ráð fyrir frekari vöktun og yfirferð að þessum mælingum loknum en fyrirkomulag þeirra skýrist seinna í vikunni.
Unnur Skúladóttir fiskifræðingur ung að árum. Þessi mynd, sem er í eigu Ljósmyndasafns Reykjavíkur o…

Fiskar eða fæðingar; það var um þetta tvennt að velja

Alþjóðlegur dagur kvenna í vísindum: Viðtal við Unni Skúladóttur fiskifræðing og frumkvöðul í rækjurannsóknum við Ísland.
Teista er algengur fugl í meðafla á grásleppuveiðum.

Minni meðafli sjávarspendýra við grásleppuveiðar

Út er komin skýrsla Hafrannsóknastofnunar um meðafla fugla og sjávarspendýra í grásleppuveiðum árin 2020-2023. Helstu niðurstöður voru þær að meðafli sjávarspendýrategunda, sérstaklega útsels, var metinn töluvert lægri en á árunum þar á undan.
Staðfest er að hnúfubakar hafa verið að eltast við töluvert magn af smásíld og brislingi

Hnúfubakar í Hafnarfirði á höttunum eftir síld og brisling

Hnúfubakar í Hafnarfjarðarhöfn hafa kætt bæði starfsfólk Hafrannsóknastofnunar og vegfarendur við höfnina enda hefur útsýnið oft verið á pari við bestu hvalaskoðun. En svaml hnúfubaksins hefur ekki dugað vísindafólki stofnunarinnar sem hefur velt fyrir sér af hverju hvalurinn heldur sig á þessum slóðum. Og nú liggur svarið fyrir; mælt með aðferðum hafrannsókna, bergmálsmælingum og -skráningum og sýnatöku. Svarið í stuttu máli er að hnúfubakar hafa verið að eltast við töluvert magn af smásíld og brislingi en einnig ufsa.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?