Fréttir & tilkynningar

Útbreiðsla loðnu í janúar samkvæmt bergmálsgildum. Árni Friðriksson rauður, Polar Ammassak grænn, Bj…

Loðnuleiðangur breytir ekki ráðgjöf

Hafrannsóknastofnun mun ekki breyta fyrri ráðgjöf um engar loðnuveiðar á þessari vertíð eftir mælingar síðustu vikuna. Ástæða þess er að lítið mældist og sterkar líkur á því að loðna sé enn undir hafísnum norðvestur af Íslandi.
Fyrirlestur í opnu streymi um háhyrninga í dag 22. jan. kl. 16.30

Fyrirlestur í opnu streymi um háhyrninga í dag 22. jan. kl. 16.30

Í dag, mánudaginn 22. janúar kl. 16:30 verður Filipa Samarra með fyrirlestur í opnu streymi. Titill fyrirlestursins er The Vestmannaeyjar Research Centre: research on killer whales and other cetaceans.
Warsha Singh tekur þátt í Alþjóðlegum degi kvenna í marghliða samvinnu UNESCO

Warsha Singh tekur þátt í Alþjóðlegum degi kvenna í marghliða samvinnu UNESCO

Warsha Singh, vistfræðingur á uppsjávarsviði Hafrannsóknastofnunar, hefur verið valin til að taka þátt í Alþjóðlegum degi kvenna í marghliða samvinnu 2024. Viðburðurinn er á vegum menningar- og menntamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) og verður haldinn 25. janúar nk. í höfuðstöðvum þeirra í París.
Hnúfubakur í Hafnarfjarðarhöfn. 
Mynd: Svandís Eva Aradóttir.

Líf og fjör í Hafnarfjarðarhöfn

Hafnarfjarðarhöfn iðar af lífi um þessar mundir, sem óneitanlega er staða sem stingur í stúf við upplifun fólks á landi vegna þess fimbulkulda sem nú ríkir um hávetur sem og undangenginna náttúruhamfara á Reykjanesinu, steinsnar frá. Að öllum líkindum hefur smásíld gengið í höfnina sem selir og hnúfubakar hafa gætt sér á, en um leið hefur heimsókn þeirra glatt vegfarendur við höfnina. Ekki síst starfsfólk Hafrannsóknastofnunar, sem eðli málsins samkvæmt er óvenju áhugasamt um lífríki sjávar.  
Loðna er mikilvægur hluti af fæðu þorsks, sem er einn helsti ránsfiskur landgrunnsins. 
Mynd: Svanh…

Rýnt í ríflega hálfa milljón fiskamaga á 27 ára tímabili

Hafrannsóknastofnun gaf nýlega út viðamikla skýrslu um fæðu 36 tegunda botnfiska á Íslandsmiðum frá 1996 til 2023 og var alls skoðað í maga 590 þúsund botnfiska á tímabilinu. Af þessum 36 tegundum eru 17 þar sem fæðu hefur ekki áður verið lýst með magnbundnum hætti hér við land.
Sjósetning nýs rannsóknaskips Hafrannsóknastofnunar í dag

Sjósetning nýs rannsóknaskips Hafrannsóknastofnunar í dag

Nýtt rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar verður sjósett síðdegis í dag 12. janúar í borginni Vigo á Spáni. Skipinu verður gefið nafnið Þórunn Þórðardóttir með formlegum hætti við það tækifæri. Nafnið fær skipið eftir fyrstu íslensku konunni sem var sérfræðimenntuð í hafrannsóknum og miklum frumkvöðli í rannsóknum á smáþörungum í hafinu við Ísland.
Dóra Magnúsdóttir, nýr samskiptastjóri Hafrannsóknastofnunar

Nýr samskiptastjóri Hafrannsóknastofnunar

Dóra Magnúsdóttir hefur verið ráðin í nýtt starf samskiptastjóra. Þessi nýja staða og sterki liðsauki gerir stofnuninni kleift að fylgja stefnu sinni um aukna áherslu á á upplýsingamiðlun, samskipti og almannatengsl.
Murray Roberts t.v. og Lea-Anne Henry, t.h.

Málstofa 15. janúar - Kynning á iATLANTIC

iATLANTIC er alþjóðlegt verkefni sem býr til reiknilíkön til að kanna haffræðilega ferla, kortleggur búsvæði, greinir breytingar í gerð vistkerfa í tíma og rúmi og metur áhrif hlýnunar á vistkerfi með meiru.
Hátíðarkveðjur frá Hafrannsóknastofnun

Hátíðarkveðjur frá Hafrannsóknastofnun

Bestu óskir um gleðilega hátíð og farsælt komandi ár.
Mynd úr safni, tekin úr dróna af laxastiga í Laugardalsá.

Staða greiningar á meintum eldislaxi

Af 416 meintum eldislöxum hafa 298 verið greindir til uppruna en 110 laxar eru enn í greiningu.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?