
Kynningarfundur vegna nýrrar skýrslu um ástand hafsins 2024
Utanríkisráðuneytið, Hafrannsóknastofnun og Alþjóðahaffræðinefnd UNESCO (IOC) efna til opins fundar í tilefni af útgáfu skýrslu IOC um ástand hafsins – State of the Ocean Report 2024. Fundurinn verður haldinn mánudaginn 3. júní kl. 10:00-11:15 í húsakynnum Hafrannsóknastofnunar að Fornubúðum 5 í Hafnarfirði og fer fram á ensku.
31. maí