Verkefnastjóra vantar á Umhverfissvið Hafrannsóknastofnunar

Verkefnastjóra vantar á Umhverfissvið Hafrannsóknastofnunar

Verkefnastjóri á Umhverfissviði

Hafrannsóknastofnun leitar að öflugum verkefnastjóra með góða þekkingu á aðferðafræðum verkefnastjórnunar. Starfið mun fela í sér að skipuleggja og leiða vinnu við stefnumótun og verkefni tengd henni. Starfið mun einnig fela í sér að byggja upp og miðla þekkingu á verkefnastjórnun innan stofnunarinnar og vinna með teymum að skipulagningu verkefna og halda utan um framgang þeirra.

Lögð er áhersla á að ráða lausnamiðaðan einstakling sem hefur góða færni í samskiptum og samvinnu.

Helstu verkefni og ábyrgð:

Leiða stefnumótunarverkefni og gerð aðgerðaáætlunar í málaflokkum á umhverfissviði.

Undirbúningur og skipulagning verkefna, s.s. greiningar, kostnaðar- og tímaáætlanir.

Utanumhald og stýring verkefna.

Miðlun þekkingar á aðferðafræði verkefnastjórnunar.

Hæfniskröfur

Háskólamenntun sem nýtist í starfi.

Þekking á náttúruvísindum er kostur

Menntun eða vottun á sviði verkefnastjórnunar.

Reynsla af verkefnastjórnun er skilyrði.

Framúrskarandi skipulags- og samskiptahæfileikar.

Þekking og reynsla af stefnumótun og innleiðingu stefna er kostur.

Góð almenn tölvukunnátta.

Metnaður, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.

Áhugi á sviði verkefna- og breytingastjórnunar.

Jákvætt viðmót, samstarfsvilji og hæfni til að vinna í teymi.

Góð færni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku.

Frekari upplýsingar um starfið:

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Umsókn skal fylgja:

Ítarleg ferilskrá.

Afrit af prófskírteinum.

Kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið.

Tilnefning a.m.k. tveggja meðmælenda.

Sótt er um starfið á Starfatorgi (hér) og er öllum umsóknum svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Ófullnægjandi umsóknir eru ekki teknar til greina. Hafrannsóknarstofnun áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Umsókn getur gilt í sex mánuði eftir að umsóknarfresti lýkur. Gerð er krafa um að umsækjendur hafi hreint sakavottorð.

Við ráðningu í störf hjá Hafrannsóknastofnun er tekið mið af jafnréttisáætlun stofnunarinnar og er fólk af öllum kynjum hvatt til að sækja um.

Um stofnunina:

Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna, heyrir undir Matvælaráðuneytið og er stærsta rannsóknastofnun landsins á sviði haf- og vatnarannsókna. Stofnunin gegnir auk þess ráðgjafahlutverki um sjálfbæra nýtingu og verndun auðlinda hafs og vatna. Höfuðstöðvar stofnunarinnar eru í Hafnarfirði en auk þess eru starfsstöðvar vítt og breitt um landið, tilraunaeldisstöð og tvö rannsóknaskip. Hjá stofnuninni starfa að jafnaði um 190 manns í fjölbreyttum störfum.

Gildi stofnunarinnar eru: Þekking - Samvinna - Þor

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 6. júní 2024

Nánari upplýsingar veitir: Hrönn Egilsdóttir, hronn.egilsdottir@hafogvatn.is. Sími: 6956705 og Sólveig Lilja Einarsdóttir, solveig.lilja.einarsdottir@hafogvatn.is


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?