Fréttir & tilkynningar

Niðurstöður makrílleiðangurs sumarið 2017

Niðurstöður makrílleiðangurs sumarið 2017

Markmið leiðangursins er að kortleggja útbreiðslu og meta lífmassa makríls, síldar og kolmunna í Norðaustur Atlantshafi meðan á sumarætisgöngum þeirra stendur. Einnig var ástand sjávar og þéttleiki átustofna metið í leiðangrinum líkt og undanfarin ár.
Erfðablöndun eldislax af norskum uppruna við íslenska laxastofna

Erfðablöndun eldislax af norskum uppruna við íslenska laxastofna

Hafrannsóknastofnun hefur lokið við rannsókn á erfðablöndun eldislax og náttúrulegs lax í laxastofnum á Vestfjörðum.
Hrognkelsin undirbúin undir flutning

Hrognkelsi seld og send með flugi til Færeyja

Síðastliðin fjögur ár hafa hrognkelsi ræktuð í tilraunaeldisstöð Hafrannsóknastofnunar að Stað í Grindavík verið seld til færeysku laxeldisstöðvarinnar P/F Hiddenfjord.
Stofnmat og ráðgjöf vegna úthafsrækju

Stofnmat og ráðgjöf vegna úthafsrækju

Hafrannsóknastofnun ráðleggur að leyfðar verði veiðar á 5000 tonnum af úthafsrækju á fiskveiðiárinu 2017/2018.
Áhættumat vegna erfðablöndunar

Áhættumat vegna erfðablöndunar

Hafrannsóknastofnun hefur lokið við áhættumat vegna mögulegrar erfðablöndunar frá laxeldi.
Bleikjuráðstefna í Reykjavík í haust

Bleikjuráðstefna í Reykjavík í haust

Hafrannsóknastofnun og Matís standa í sameiningu fyrir alþjóðlegri ráðstefnu undir yfirskriftinni „Arctic char: Ecology, genetics, climate change, and the implication for conservation and management“ sem haldin verður í Reykjavík dagana 31. október – 1. nóvember nk.
Leiðangursmenn í uppsjávarlífríkisleiðangrinum við upphaf hans.

Bloggað í tveimur rannsóknaleiðöngrum

Þetta árið hafa leiðangursmenn í tveimur rannsóknaleiðöngrum ákveðið að blogga í þeim tilgangi að miðla upplýsingum um það sem á daga þeirra drífur; frá vísindunum, lífinu um borð og ýmsum uppákomum.
Lækkun á vísitölum norsk-íslenskrar síldar

Lækkun á vísitölum norsk-íslenskrar síldar

Lokið er samantekt á niðurstöðum alþjóðlegs uppsjávarleiðangurs frá maí sl. í Noregshafi og aðliggjandi hafsvæðum. Eitt af meginmarkmiðum leiðangursins var að meta magn og útbreiðslu norsk-íslenskrar síldar og kolmunna.
Sjávarvöxtur eins árs laxa nálægt meðaltali

Sjávarvöxtur eins árs laxa nálægt meðaltali

Undanfarin ár hafa miklar sveiflur átt sér stað í laxgengd og laxveiði i íslenskum veiðiám þar sem skipst hafa á ár með slakri veiði smálaxa (eins ár sjávardvöl) (2012, 2014, 2016), en á milli ár með öflugum laxagöngum og veiði (2013, 2015).
Þátttakendur í FarFish á upphafsfundi sem haldinn var í Vigo á Spáni.

Sjávarútvegsskólinn tekur þátt í FarFish

Sjávarútvegskóli háskóla Sameinuðu þjóðanna er meðal þátttakenda í verkefninu FarFish, sem hlotið hefur 5 milljóna Evra styrk úr Horizon 2020 rannsóknaráætluninni.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?