Fréttir & tilkynningar

Skipaáætlun 2017

Skipaáætlun 2017

Skipaáætlun Hafrannsóknastofnunar fyrir árið 2017 hefur verið uppfærð.
Stofnmat og ráðgjöf vegna rækju við Snæfellsnes

Stofnmat og ráðgjöf vegna rækju við Snæfellsnes

Hafrannsóknastofnun hefur gefið út ráðleggingar um að leyfðar verði veiðar á 698 tonnum af rækju við Snæfellsnes á tímabilinu frá 1. maí 2017 til 15. mars 2018.
Niðurstöður úr stofnmælingu botnfiska á Íslandsmiðum 2017

Niðurstöður úr stofnmælingu botnfiska á Íslandsmiðum 2017

Stofnvísitölur þorsks, gullkarfa og löngu mældust háar miðað við síðustu þrjá áratugi. Vísitala ýsu er nú nálægt meðaltali tímabilsins, en vísitölur steinbíts eru lágar.
Steven Campana flytur erindi á málstofu

Steven Campana flytur erindi á málstofu

Fimmtudaginn 6. apríl kl. 12:30.
Anna Heiða Ólafsdóttir flytur erindi á málstofu

Anna Heiða Ólafsdóttir flytur erindi á málstofu

Fimmtudaginn 22. mars kl. 12:30.
Ferskvatnssvið flytur að Skúlagötu 4

Ferskvatnssvið flytur að Skúlagötu 4

Vegna flutnings og lokunar starfsstöðvar ferskvatnssviðs Hafrannsóknastofnunar í Keldnaholti má búast við truflunum á síma- og netsambandi þriðjudaginn 21. mars og miðvikudaginn 22. mars. Starfsemi ferskvatnssviðs flyst að Skúlagötu 4 í Reykjavík.
Mynd: Selasetur Íslands

Mat á stofnstærð landsela

Síðastliðið sumar fóru fram talningar á landsel við Ísland þar sem flogið var með allri strandlengju landsins og selir taldir. Flugtalningarnar eru gerðar til að meta fjölda landsela og fylgjast með þróun stofnstærðar.
Mat á burðarþoli Ísafjarðardjúps m.t.t. sjókvíaeldis

Mat á burðarþoli Ísafjarðardjúps m.t.t. sjókvíaeldis

Við breytingu á lögum um fiskeldi (nr. 71/2008) árið 2014 voru sett inn ný ákvæði um að rekstrarleyfi skuli fylgja burðarþolsmat sem framkvæmt sé af Hafrannsóknastofnun.
Útskrift frá Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna

Útskrift frá Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna

Í dag, mánudaginn 13. mars 2017, kl. 15:00 verður 19. árgangur Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna útskrifaður. Sérstakur gestur við útskriftina verður Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Marsrall hafið

Marsrall hafið

Stofnmæling botnfiska á Íslandsmiðum er hafin og stendur yfir næstu þrjár vikurnar. Fjögur skip taka þátt í verkefninu að þessu sinni; togararnir Ljósafell SU og Barði NK og rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson. Alls verður togað á um 600 stöðvum á 20-500 m dýpi umhverfis landið.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?