Sigurður Líndal forstöðumaður Selaseturs Íslands og Sigurður Guðjónsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar við undirritun samningsins.
Hafrannsóknastofnun og Selasetur Íslands á Hvammstanga hafa gert með sér samstarfssamning. Hafrannsóknastofnun verður með starfstöð í húsnæði Selasetursins og er meginverkefni starfsstöðvarinnar rannsóknir á selum og öðrum sjávarspendýrum. Á starfsstöðinni sem er miðstöð selarannsókna á Íslandi munu starfa þrír líffræðingar.
Samninginn undirrituðu fyrir Selasetrið, Sigurður Líndal forstöðumaður og fyrir Hafrannsóknastofnun, Sigurður Guðjónsson, forstjóri.