Samstarf við Selasetur Íslands

Sigurður Líndal forstöðumaður Selaseturs Íslands og Sigurður Guðjónsson forstjóri Hafrannsóknastofnu… Sigurður Líndal forstöðumaður Selaseturs Íslands og Sigurður Guðjónsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar við undirritun samningsins.

Hafrannsóknastofnun og Selasetur Íslands á Hvammstanga hafa gert með sér samstarfssamning.  Hafrannsóknastofnun verður með starfstöð í húsnæði Selasetursins og er meginverkefni starfsstöðvarinnar rannsóknir á selum og öðrum sjávarspendýrum. Á starfsstöðinni sem er miðstöð selarannsókna á Íslandi munu starfa þrír líffræðingar.  
 
Samninginn undirrituðu fyrir Selasetrið, Sigurður Líndal forstöðumaður og fyrir Hafrannsóknastofnun, Sigurður Guðjónsson, forstjóri.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?