Til hamingju með daginn sjómenn!

Mynd: Svanhildur Egilsdóttir Mynd: Svanhildur Egilsdóttir

Hafrannsóknastofnun óskar öllum sjómönnum og fjölskyldum þeirra innilega til hamingju með daginn! Við minnum á fjöruga dagskrá í tilefni dagsins í Hafnarfirði, m.a. hina sívinsælu fiskasýningu framan við höfuðstöðvar Hafró við Fornubúðir en rannsóknafólk stofnunarinnar safnar og varðveitir alls kyns furðu- og nytjafiska yfir árið til þess að geta sýnt þá á sjómannadaginn. Ennfremur geta börn og fjölskyldur spreytt sig á fiskamyndlist í Listasmiðju fjölskyldunnar á jarðhæð í húsnæði Hafró. 

Myndin sem fylgir kveðjunni er verðlaunamynd starfsmanns Hafrannsóknastofnunar, Svanhildar Egilsdóttir frá árinu 2017, en hún bar sigur úr býtum í ljósmyndakeppni sem 200 mílur og Morgunblaðið efndi til. Myndin var tekin sl. vor um borð í Saxhamri frá Rifi. 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?