BioProtect verkefnið auglýsir eftir fimm svæðum til að þiggja styrki upp á allt að 100.000 evrur hvert, sem og tæknilega aðstoð til að innleiða og bæta svæðisbundin stjórnunarverkfæri, sem eru þróuð eru af verkefninu sjálfu. Verkefnið kemur til móts við þær brýnu áskoranir sem mannlegar athafnir ásamt loftslagsbreytingum hafa haft á sjávarvistkerfin okkar. Matís stýrir verkefninu í samstarfi við Hafrannsóknastofnun sem er styrkt um 8 milljónir evra.
Sveitarfélög, svæðisbundin samtök frá aðildarríkjum ESB og fleiri geta sótt um en umsóknin þarf að vera í samstarfi við sveitarstjórn. Þar sem Ísland er þátttakandi í verkefninu geta hérlendir umsækjendur og aðilar frá öðrum þátttökulöndum ekki sótt um styrk.
Auk þess þarf að tryggja að þátttakendur séu skráðir á Fjármögnunar- og útboðsgáttina og hafi 9 stafa þátttakendaauðkenniskóða (PIC). Aðilar sem sæta takmarkandi ráðstöfunum ESB samkvæmt 29. grein sáttmálans um Evrópusambandið (TEU) og 215. grein sáttmálans um starfsemi ESB (TFEU) eru ekki gjaldgengir til að taka þátt sem viðtakendur FSTP.
Nánari upplýsingar um styrkveitinguna má sjá hér.
Nánari upplýsingar um BioProtect verkefnið má lesa hér.
Vefur BioProtect verkefnisins.