Doktorsnemi í sjávarlíffræði óskast

Doktorsnemi í sjávarlíffræði óskast

Hafrannsóknastofnun óskar eftir að ráða doktorsnema til starfa við rannsóknir í sjávarlíffræði í verkefni sem snýr að þáttum sem hafa áhrif á meðafla sjávarspendýra og fugla í fiskveiðum við landið. Staðan er til 4 ára.

Helstu verkefni og ábyrgð:

Rannsóknir á hvaða þættir hafa áhrif á meðafla sjávarspendýra og sjófugla í íslenskum fiskveiðum. Gögnum fyrir rannsóknina hefur nú þegar verið safnað, en tækifæri verða til að taka þátt í gagnasöfnum fyrir önnur verkefni í þessum geira. Þátttaka í rannsóknaverkefnunum Marine Beacon og CIBBRiNA sem eru stór verkefni Evrópusambandsins og snúa að leiðum til að minnka meðafla í fiskveiðum. Þátttaka í öðrum rannsóknum Hafrannsóknastofnunar á sjávarspendýrum við landið. Birting niðurstaðna í vísindagreinum, skýrslum, og erindum.

Hæfniskröfur:

  • Meistarapróf í sjávarlíffræði, tölfræði eða skyldum greinum.
  • Reynsla af rannsóknum á sviði sjávarlíffræði. Birtingar rannsóknaniðurstaðna í ritrýndum vísindatímaritum er kostur
  • Metnaður, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Jákvætt viðmót, samstarfsvilji og hæfni til að vinna í teymi.
  • Góð færni til að tjá sig í ræðu og riti á ensku. Íslenskukunnátta er kostur
  • Reynsla og þekking í R skilyrði.

Frekari upplýsingar um starfið:

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Starfið er fullt starf og er staðan til 4 ára. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert. Umsóknarfrestur er til 7. desember 2024.

Umsókn skal fylgja:

  • Ítarleg ferilskrá.
  • Afrit af prófskírteinum.
  • Kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið.
  • Tilnefning a.m.k. tveggja meðmælenda.
  • Öllum umsóknum svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Vinsamlegast sendið umsóknina á mannaudur@hafogvatn.is.

Gerð er krafa um að umsækjendur hafi hreint sakavottorð. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Ófullnægjandi umsóknir eru ekki teknar til greina. Umsókn getur gilt í sex mánuði eftir að umsóknarfresti lýkur. Hafrannsóknastofnun áskilur sér jafnframt rétt til að hafna öllum umsóknum.

Við ráðningu í störf hjá Hafrannsóknastofnun er tekið mið af jafnréttisáætlun stofnunarinnar.

Starfshlutfall er 100%. Umsóknarfrestur er til og með 04.12.2024

Nánari upplýsingar veita:

Guðjón Már Sigurðsson - gudjon.mar.sigurdsson@hafogvatn.is -
Dunja Jusufovski - dunja.jusufovski@hafogvatn.is -

Vinsamlega sækið um starfið á starfatorgi, hér. 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?