Ráðgjöf um rækjuveiðar í Ísafjarðardjúpi fyrir fiskveiðiárið 2021/2022 í kjölfar febrúarkönnunar

Ráðgjöf um rækjuveiðar í Ísafjarðardjúpi fyrir fiskveiðiárið 2021/2022 í kjölfar febrúarkönnunar

Hafrannsóknastofnun leggur til í samræmi við varúðarsjónarmið að rækjuveiðar verði ekki heimilaðar í Ísafjarðardjúpi fiskveiðiárið 2021/2022.

Samkvæmt stofnmælingu haustið 2021 og í febrúar 2022 mældist rækjustofninn í Ísafjarðardjúpi undir skilgreindum varúðarmörkum (Ilim). Mikil lækkun vísitölu haustið 2021 er talin skýrast af miklu magni ýsu í Ísafjarðardjúpi sem eykur afrán og breytir útbreiðslu rækju.

Hlekkur á ráðgjöf.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?