Ráðgjafarnefnd Hafrannsóknastofnunar skipuð

Ráðgjafarnefnd Hafrannsóknastofnunar skipuð

Skipað hefur verið í ráðgjafarnefnd sem hefur það hlutverk með höndum að vera forstjóra Hafrannsóknastofnunar til ráðuneytis.
 
4.  gr.  Ráðgjafarnefnd.  Forstjóri  hefur  sér  til  ráðuneytis  níu manna ráðgjafarnefnd   sem   ráðherra  skipar  til  fjögurra  ára  í  senn.  Einn nefndarmaður  skal  skipaður  án  tilnefningar  og  er  hann formaður, einn samkvæmt  tilnefningu  ráðherra  sem  fer  með  umhverfismál, einn samkvæmt tilnefningu  ráðherra  menntamála, og skal sá valinn úr hópi háskólakennara eða  annarra  fræðimanna  við  háskólastofnun,  einn  samkvæmt  tilnefningu Landssambands  fiskeldisstöðva,  einn  samkvæmt  tilnefningu  Landssambands smábátaeigenda,  einn samkvæmt tilnefningu Landssambands stangaveiðifélaga, einn   samkvæmt   tilnefningu   Landssambands  veiðifélaga,  einn  samkvæmt tilnefningu   Samtaka   fyrirtækja   í   sjávarútvegi   og   einn  samkvæmt sameiginlegri   tilnefningu   Sjómannasambands   Íslands  og  Farmanna-  og fiskimannasambands   Íslands.  Varamenn  skulu  skipaðir  með  sama  hætti. Forstjóri  situr fundi með ráðgjafarnefnd.

Ráðgjafarnefndin skal funda einu sinni  á ári og oftar ef þurfa þykir. Formaður ráðgjafarnefndar kveður hana saman til fundar.

Verkefni nefndarinnar er að vera forstjóra til ráðuneytis um  langtímastefnumótun  starfseminnar og vera tengiliður við hagsmunaaðila um fagleg málefni.
Formaður nefndarinnar, skipaður án tilnefningar af ráðherra, er Ágúst Einarsson.  Aðrir í nefndarmeðlimir eru:
  • frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti: Sesselja Bjarnadóttir og til vara Hugi Ólafsson
  • frá mennta- og menningarmálaráðuneyti: Erla Björk Örnólfsdóttir og til vara Sigurjón Arason
  • frá Landssambandi fiskeldisstöðva: Heiðdís Smáradóttir og til vara Jónas Jónasson
  • frá Landssambandi smábátaeigenda: Örn Pálsson og til vara Ólafur Hallgrímsson
  • frá Landssambandi stangaveiðifélaga: Ragnheiður Thorsteinsson og til vara Viktor Guðmundsson
  • frá Landssambandi veiðifélaga: Sveinbjörn Eyjólfsson og til vara Drífa Hjartardóttir
  • frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi: Kristján Þórarinsson og til vara Anna Guðmundsdóttir
  • frá Sjómannasambandi Íslands og Farmanna og fiskimannasambandi Íslands sameininlega: Árni Bjarnason og til vara Valmundur Valmundsson

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?