Ljósm. Svanhildur Egilsdóttir
Fimmtudaginn 3. júní, kl. 10-11, fer fram kynning á nýrri skýrslu Hafrannsóknastofnunar sem kallast „Staða umhverfis og vistkerfa í hafinu við Ísland og horfur næstu áratuga“.
Skýrslan var unnin að beiðni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristjáns Þórs Júlíussonar, sem verður viðstaddur kynninguna. Markmið með skýrslunni er að gera grein fyrir þeim breytingum sem orðið hafa á umhverfi og lífríki hafsins undanfarin ár og orsakasamhengi þeirra. Einnig að leggja mat á áhrif umhverfis- og loftslagsbreytinga framtíðarinnar á vistkerfi sjávar.
Guðmundur J. Óskarsson, ritstjóri mun sjá um kynninguna en alls voru 33 höfundar af skýrslunni.
Kynningin fer fram í höfuðstöðvum Hafrannsóknastofnunar í Fornubúðum 5 í Hafnarfirði en jafnframt verður hægt að fylgjast með kynningunni á YouTube síðu stofnunarinnar https://www.youtube.com/channel/UCirTCP_aKFKz8LMoFoxWGbA. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verða fjöldatakmarkanir í salnum.
Hlekkur á skýrsluna HV 2021-14.