Ljósm. Sigurborg Jóhannsdóttir
Undanfarið hefur verið unnið að undirbúningi að jafnlaunavottun hjá Hafrannsóknastofnun. Þeirri vinnu lauk í desember 2020.
Hafrannsóknastofnun hefur því hlotið jafnlaunavottun sem er staðfesting á að jafnlaunakerfi stofnunarinnar uppfylli kröfur sem eru í staðlinum ÍST 85:2012.
Mynd með frétt er frá viðtöku jafnlaunavottunar. Frá vinstri eru: Sigurður M. Harðarson, eigandi iCert og samræmingarstjóri úttekta, Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar og Berglind Björk Hreinsdóttir, mannauðsstjóri Hafrannsóknastofnunar