Doktor Guðjón Már Sigurðsson

Guðjón að merkja humar. Mynd: Svanhildur Egilsdóttir Guðjón að merkja humar. Mynd: Svanhildur Egilsdóttir

Guðjón Már Sigurðsson, sjávarlíffræðingur á Uppsjávarsviði Hafrannsóknastofnunar varði á dögunum doktorsritgerð sína “Patterns and processes of recently settled and juvenile American lobster (Homarus americanus) in the lower Bay of Fundy” frá líffræðideild University of New Brunswick í Fredericton, Kanada.

Ritgerðin fjallar um mynstur og sveiflur í nýliðun ameríska humarsins í Fundyflóa og þætti sem hafa áhrif þar á, en humarinn er helsta og verðmætasta nytjategund þessa svæðis.

Leiðbeinandi Guðjóns var Dr. Rémy Rochette prófessor í sjávarlíffræði við University of New Brunswick, en andmælendur í vörninni voru Dr. Eric Annis frá Hood College í Maryland, Dr. Cassidy D’Aloia, Dr. Heather Hunt, og Dr. Matthew Stephenson, öll þrjú frá University of New Brunswick.

Guðjón hefur starfað hjá Hafrannsóknastofnun frá 2015, fyrst við rannsóknir og ráðgjöf á flatfiskum á Botnsjávarsviði en síðar við rannsóknir á sjávarspendýrum á Uppsjávarsviði.

Hafrannsóknastofnun óskar Guðjóni innilega til hamingju með áfangann.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?