Ljósm. Sigurborg Jóhannsdóttir
Þessa dagana standa yfir Bjartir dagar í Hafnarfirði. Hátíðin er lágstemd vegna Covid en þó eitt og annað gert til þess að gera sér dagamun. Hérna á Hafrannsóknastofnun hefur Skarðshlíðarleikskóli sem staðsettur er á Völlunum, fengið leyfi til þess að hengja listaverk barnanna í glugga á neðstu hæðinni. Myndirnar snúa út og því hægt að ganga með húsinu og skoða sýninguna utan frá.
Þema myndanna er hafið, þetta er skemmtilegt innlegg í bæjarhátíð Hafnfirðinga og gaman að geta nýtt húsið á þennan hátt.