Nemendur í heimsókn hjá GRÓ-FTP
Sjávarútvegsskóli GRÓ fagnar doktors- og meistaranemum skólans og bauð þeim í heimsókn í ný húsakynni Hafrannsóknastofnunarinnar í Hafnarfirði.
Sjávarútvegsskóli GRÓ styrkir um þessar mundir 10 fyrrum nemendum skólans til framhaldsnáms á Íslandi í sjávarútvegsstengdum fræðum. Sjávarútvegsskóli GRÓ er rekinn af Hafrannsóknastofnun en fjármagnaður af utanríkisráðuneytinu sem hluti af þróunaraðstoð Íslands. Smelltu hér til að fara á vef GRÓ-FTP og lesa fréttina.
Frá undirskrift námssamninga. Frá vinstri: Olanrewaju Olangunju frá Nígeríu, Þór Ásgeirsson skólastjóri GRÓ-FTP og Veronica Mpomwenda frá Úganda.