Kelly Umlah
Kelly Umlah hefur tekið til starfa sem nýr stöðvarstjóri og sérfræðingur Hafrannsóknastofnunar í Ólafsvík. Kelly er með mastersgráðu frá Háskólasetri Vestfjarða / Háskólanum á Akureyri í haf- og strandsvæðastjórnun og BES gráðu frá St. Mary‘s University í Kanada í umhverfisfræðum. Kelly hefur unnið við kennslu í umhverfisfræðum og við skipulagningu á íþrótta- og ungmennastarfi undanfarin ár.
Meðal helstu verkefna í starfstöðinni í Ólafsvík eru sýnataka úr afla, greining magasýna og þörunga. Fyrir starfar í Ólafsvík Gina Sape Sapanta. Kelly mun leiða frekari uppbyggingu í stöðinni í Ólafsvík á næstu árum. Við bjóðum Kelly velkomna til starfa hjá Hafrannsóknastofnun og hlökkum til að sjá starfstöðina í Ólafsvík byggjast upp og blómstra frekar með hennar hjálp og Ginu.