Ný grein um skyldleika landselastofna

Landselur. Ljósm. Sandra M. Granquist. Landselur. Ljósm. Sandra M. Granquist.

Nýlega birtist grein um uppruna og skyldleika mismunandi stofna landsels út frá erfðafræðilegum rannsóknum í vísindaritinu Molecular Ecology. Greinin ber heitið „Origin and expansion of the world’s most widespread pinniped: Range-wide population genomics of the harbour seal (Phoca vitulina)“. Sandra M. Granquist sérfræðingur á Uppsjávarsviði Hafrannsóknastofununar er einn af höfundum greinarinnar.

Landselur er ein útbreiddasta selategund heims og finnst í mörgum fjölbreyttum búsvæðum á norðurhveli jarðar. Á sama tíma er tegundin talin vera mjög staðbundin sem vekur upp spurningar um hvernig dreifing tegundarinnar hafi átt sér stað og mismunandi stofnar myndast. Í rannsókninni voru erfðasýni greind úr 286 landselum frá alls 22 mismunandi hafsvæðum, þar á meðal við Ísland, og þau borin saman.

Niðurstöður benda til þess að uppruna tegundarinnar sé að finna í Norðaustur Kyrrahafi og þaðan hafi hún farið í Norður Atlantshaf meðfram nyrsta hluta Ameríku og loks frá NA-Ameríku yfir til Evrópu.

Mikill erfðafræðilegur munur er í dag á milli landsels í N-Kyrrahafinu og N-Atlantshafinu. Þá bendir erfðafræðilegur munur á fínum landfræðilegum skala til sterkra átthagatengsla hjá tegundinni. Þannig er til dæmis íslenski landselastofninn erfðafræðilega frábrugðinn öðrum landselastofnum.

Hlekkur á greinina.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?