Hafrannsóknastofnun vekur athygli á reglugerðarlokun 837/2020 um tímabundna lokun á tveimum svæðum í Jökuldjúpi vegna atferlisrannsókna á humri. Lokunin gildir frá 27. ágúst til 15. nóvember.
Í vikunni voru sett út hlustunardufl sem taka á móti sendingum frá merkjum sem fest eru á humra á svæðunum tveimur. Þannig er hægt að fylgjast með atferli humars, þ.e. ferðum einstakra dýra um botninn og hversu miklum tíma humarinn ver í holum sínum. Vonast er til að niðurstöðunar nýtast í stofnmati humars minnka óvissuna í mati á stofninum.
Humar hefur á undanförnum árum fækkað mikið á Íslandsmiðum vegna viðvarandi nýliðunarbrests og hefur Hafrannsóknastofnun ráðlagt mjög takmarkaðar veiðar á humri síðastliðin tvö ár.
Innra svæði:
1. 64°32,00´N – 23°11,00´V
2. 64°34,00´N – 23°11,00´V
3. 64°34,00´N – 23°15,00´V
4. 64°32,00´N – 23°15,00´V
Ytra svæði:
1. 64°27,00´N – 23°56,00´V
2. 64°29,00´N – 23°56,00´V
3. 64°29,00´N – 24°00,00´V
4. 64°27,00´N – 24°00,00´V