Hafrannsóknastofnun boðar til fundar um málefni ferskvatnsfiska föstudaginn 26. maí 2023, í aðdraganda komandi veiðisumars.
Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Hafrannsóknastofnunar að Fornubúðum 5 í Hafnarfirði. Gestum verður boðið að þiggja morgunverð fyrir fundinn.
Dagskrá fundar
8:30-9:00 Morgunverður
9:00-9:05 Fundur settur
Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar
9:05-9:25 Staða Atlantshafslax
Hlynur Bárðarson, Hafrannsóknastofnun
9:25-9:45 Hnúðlax
Guðni Guðbergsson, Hafrannsóknastofnun
9:45-10:05 Laxastofnar og umhverfisþættir í sjó
Sigurður Már Einarsson, Hafrannsóknastofnun
10:05-10:20 Kaffihlé
10:20-10:40 Staða bleikjustofna
Guðni Guðbergsson, Hafrannsóknastofnun
10:40-11:00 Rafræn skráning veiði
Guðni Magnús Eiríksson, Fiskistofu
Þátttakendur eru beðnir um að skrá sig hér, eigi síðar en á hádegi fimmtudaginn 25. maí 2023.
Skráningu hefur verið lokað.
Upptökur frá fundinum má nálgast á YouTube síðu Hafrannsóknastofnunar