Hafrannsóknastofnun leitar að jákvæðum og metnaðarfullum einstaklingi í starf háseta á bæði rannsóknaskip stofnunarinnar, til starfa sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð:
-
Undirbúningur og frágangur á veiðarfærum, rannsóknarbúnaði og þeim tækjum og tólum sem þörf er á.
-
Vinna á dekki við viðhald , veiðarfæri og rannsóknarbúnað og annað sem fellur til.
-
Aðstoða rannsóknafólk og verkefni sem tengjast leiðangri
-
Stjórnun þilfarsbúnaðar s.s. krana, davíður, spila og þess háttar.
-
Einfaldar viðgerðir og viðhaldsvinna innan og utan skips utan vélarúms.
-
Þrif utan og innan skips.
-
Þátttaka í rannsóknarverkefnum og öðrum verkefnum.
-
Þátttaka í æfingum og endurmenntun um borð og í landi.
-
Frágangur á afla
-
Ganga vel um búnað og fjármuni sem notaðir eru til vinnu
-
Góð samskiptafærni og færni til að starfa í hóp
-
kunnátta í viðhaldi veiðafæra er kostur.
-
Sýna frumkvæði í starfi
-
Sjálfstæð vinnubrögð
-
Færni í að miðla upplýsingum
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sjómannafélag Íslands hafa gert.
Umsókn skal fylgja:
Gerð er krafa um að umsækjendur hafi hreint sakavottorð. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Ófullnægjandi umsóknir eru ekki teknir til greina. Umsókn getur gilt í sex mánuði eftir að umsóknarfresti lýkur.
Hafrannsóknarstofnun áskilur sér jafnframt rétt til að hafna öllum umsóknum. Við ráðningu í störf hjá Hafrannsóknastofnun er tekið mið af jafnréttisáætlun stofnunarinnar og er fólk af öllum kynjum hvatt til að sækja um.
Um stofnunina
Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna, heyrir undir Matvælaráðuneytið og er stærsta rannsóknastofnun landsins á sviði hafs- og vatnarannsókna. Stofnunin gegnir auk þess ráðgjafahlutverki varðandi sjálfbæra nýtingu og verndun auðlinda hafs og vatna. Höfuðstöðvar stofnunarinnar eru í Hafnarfirði en auk þess eru starfsstöðvar vítt og breitt um landið, tilraunaeldisstöð og tvö rannsóknaskip. Hjá stofnuninni starfa að jafnaði um 190 manns í fjölbreyttum störfum.
Gildi stofnunarinnar eru: Þekking - Samvinna - Þor. Starfshlutfall er 100%.
Umsóknarfrestur er til og með 06.12.2024
Nánari upplýsingar veita: