Starfsfólk Hafrannsóknastofnunar óskar landsmönnum öllum nær og fjær gleðilegra jóla og hafsæls komandi árs með hlýjum þökkum fyrir hið liðna.
Hér má sjá mynd af rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni HF 30 sem þjónað hefur hafrannsóknum við Ísland frá árinu 1970. Hann mun verða tekinn úr rekstri í byrjun næsta árs þegar nýtt rannsóknaskip, Þórunn Þórðardóttir HF 300 kemur til landsins. Hans verður saknað en að sama skapi er Þórunnar beðið með mikilli eftirvæntingu.
Við þökkum öllum samstarfið og ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða.