Framkvæmdir hafnar við Fornubúðir

Framkvæmdir hafnar við Fornubúðir

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Jón Gunnarsson þingmaður Suðvesturkjördæmis tóku í gær fyrstu skóflustungurnar að nýju húsi Hafrannsóknastofnunar, sem mun rísa að Fornubúðum 5 í Hafnarfirði. Nýbyggingin verður 4080 m² skrifstofu- og rannsóknarými, tengd 1400 m² eldri byggingu sem í verður geymsla, verkstæði og útgerðaraðstaða. Skv. samningi verður húsið afhent stofnuninni í júní 2019.

Þá hefur Hafnarfjarðarhöfn boðið út og gengið frá samningi um framkvæmdir við Háabakka, nýjan hafnarkant fyrir rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar. Framkvæmdir við hafnarkantinn munu hefjast í lok sumars og lokið eigi síðar en 1. maí 2019.

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?